Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að hafa einungis eins manns meirihluta á þingi þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Þetta segir forsætisráðherrann í samtali við Fréttablaðið . Líklegt er að deilur á vinnumarkaði munu setja svip á þingveturinn fram undan.

„Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú,“ sagði Bjarni.

Forsætisráðherra segist þó hafa áhyggjur af því að við getum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. „Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ tók Bjarni fram.