*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 6. september 2017 10:10

„Aumingjaskapur að stefna öllu í ósætti“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að hafa eins manns þingmeirihluta þegar kemur að fjárlagavinnu í haust.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að hafa einungis eins manns meirihluta á þingi þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Þetta segir forsætisráðherrann í samtali við Fréttablaðið. Líklegt er að deilur á vinnumarkaði munu setja svip á þingveturinn fram undan. 

„Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú,“ sagði Bjarni. 

Forsætisráðherra segist þó hafa áhyggjur af því að við getum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. „Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ tók Bjarni fram. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim