*

miðvikudagur, 14. nóvember 2018
Innlent 16. maí 2014 09:05

Ávöxtun af útleigu álíka mikil og af ríkisbréfum

Reykjavík Economics gaf út skýrslu um íbúðamarkaðinn í vikunni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þrátt fyrir umtalsverða hækkun á leiguverði upp á síðkastið er ávöxtun af útleigu minni íbúða miðsvæðis í Reykjavík álíka mikil og af óverðtryggðum ríkisbréfum. Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um skýrslu Reykjavík Economics um íbúðamarkaðinn. Þar er m.a. bent á að algengt leiguverð á fermetra á minni íbúðum miðsvæðis í Reykjavík er um 2.000-2.500 krónur. Verg ávöxtun slíkrar íbúðar væri tæp 7-7,5% á ári ef miðað er við að meðalfermetraverð í miðborg Reykjavíkur hafi verið 336 þúsund krónur.

Eftir á að taka tillit til viðhalds, fasteignagjalda (0,2%), lóðaleigu (0,2%), sorphirðugjalda, trygginga og fleira. Til samanburðar má nefna að ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa RIBK22 1026 var um 6,6% um miðjan apríl 2014.