*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 3. júlí 2012 13:55

Ávöxtun Gildis lífeyrissjóðs neikvæð um 4,7% sl. 5 ár

Settur forstjóri FME segir gjaldeyrishöft takmarka fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hindra að þeir nái 3,5% ávöxtun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lífeyrissjóðirnir þurftu að fjárfesta fyrir 20 milljarða króna á síðasta ári með það fyrir augun að ná 3,5% ávöxtunarmarkmiði sínu. Á sama tíma töfðu gjaldeyrishöft fyrir fjárfestingum þeirra, að sögn Unnar Gunnarsdóttur, setts forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Hún ásamt fleiri starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins kynnti samantekt um stöðu lífeyrissjóðanna í dag.

Þrátt fyrir þetta ávöxtunarmarkmið hafa stærstu lífeyrissjóðir landsins ekki náð þeim ef marka má meðalávöxtun þeirra síðastliðin fimm ár.

Ávöxtun Gildis lífeyrissjóðs var sú versta af lífeyrissjóðunum fimm á árunum 2007 til 2011. Meðalávöxtun hans á árunum 2007 til 2011 var neikvæð um 5,1%. Á eftir fylgdu Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild með 4,7% neikvæða ávöxtun og A-deild sama lífeyrissjóðs með 4,5% neikvæða ávöxtun. Ávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins var jafn léleg og ávöxtun A-deildarinnar. Þá var ávöxtun Lífeyrissjóðs verslunarmanna neikvæð um 3,8% og Stapa lífeyrissjóðs neikvæð um 3,6%.