*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 28. júní 2013 08:54

Baðhúsið fer í Norðurturninn

Eigendur Norðurturnsins við Smáralind ætla að klára smíði Norðurturnsins. Reginn leigir fyrstu tvær hæðirnar.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Dótturfélag fasteignafélagsins Regins, Reginn A1, hefur undirritað samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa þotabús Norðurturnsins ehf. um heildsöluleigu á tveimur hæðum Norðurturnsins við verslunarmiðstöðina Smáralind. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að að samkomulaginu koma líka Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Þetta óstofnaða félag verður eigandi turnsins.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir í samtali við Morgunblaðið að, sem var í eigu Norðurturns hefði í raun truflað starfsemina í Smáralind allt of lengi. Helstu kröfuhafar í þrotabú Norðurturnsins ehf., Íslandsbanki, þrotabú Glitnis, TM og Lífeyrissjóður verkfræðinga hafi ætlað sér að stofna félag sem myndi leysa til sín bygginguna.

Eins og greint var frá í vikunni er áformað að Baðhúsið flytji í Smáralind. Baðhúsið verður í annarri hæð Norðurturnsins og verður með rúmlegan helming hæðarinnar. Helgi segir starfsemi Baðhússins teygja sig inn í Smáralindina sjálfa, sem verður við hlið Útilífs. Aðkoma að Baðhúsinu verður bæði utanfrá, frá bílastæðunum við Norðurturninn, og innanfrá gegnum Smáralind.