Dótturfélag fasteignafélagsins Regins, Reginn A1, hefur undirritað samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa þotabús Norðurturnsins ehf. um heildsöluleigu á tveimur hæðum Norðurturnsins við verslunarmiðstöðina Smáralind. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að að samkomulaginu koma líka Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Þetta óstofnaða félag verður eigandi turnsins.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir í samtali við Morgunblaðið að, sem var í eigu Norðurturns hefði í raun truflað starfsemina í Smáralind allt of lengi. Helstu kröfuhafar í þrotabú Norðurturnsins ehf., Íslandsbanki, þrotabú Glitnis, TM og Lífeyrissjóður verkfræðinga hafi ætlað sér að stofna félag sem myndi leysa til sín bygginguna.

Eins og greint var frá í vikunni er áformað að Baðhúsið flytji í Smáralind. Baðhúsið verður í annarri hæð Norðurturnsins og verður með rúmlegan helming hæðarinnar. Helgi segir starfsemi Baðhússins teygja sig inn í Smáralindina sjálfa, sem verður við hlið Útilífs. Aðkoma að Baðhúsinu verður bæði utanfrá, frá bílastæðunum við Norðurturninn, og innanfrá gegnum Smáralind.