*

miðvikudagur, 17. október 2018
Innlent 20. október 2017 08:57

Bæklingurinn kostaði 5 milljónir

Almannatengslafyrirtæki fékk helminginn fyrir gerð og dreifingu bæklings um húsnæðisuppbyggingu Reykjavíkurborgar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kostnaður við prentun og dreifingu bæklings um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lét dreifa í hvert hús í borginni var hátt í 5 milljónir króna.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í síðustu viku gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkinn meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata í borginni fyrir að nýta almannafé til að reyna að hafa áhrif á komandi kosningar enda húsnæðismál eitt fyrirferðarmesta kosningamálið.

Almannatengslafyrirtækið Athygli fékk um helming upphæðarinnar eða 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu, prentun kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing í sérhvert hús 640 þúsund krónur.

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar og flugvallarvina er gagnrýndi einnig gerð bæklingsins eins og Fréttablaðið greinir frá, en þar segir jafnframt að sams konar bæklingur um uppbyggingaráform Reykjavíkurborgar hafi verið gerður fyrir ári síðan.