Fjárfestahópur sem er stærsti hluthafi Stoða og samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann keypti 4,6% hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á síðasta ári. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í lok síðasta mánaðar fékk fjárfestingarfélagið greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9% hlut sinn í drykkjarframleiðandanum Refresco.

Hagnaður Stoða var um 5,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins.