Laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum er að reisa eina stærstu seiðaeldisstöð í heimi og verður hún tekin í notkun á næsta ári. Tankar stöðvarinnar taka 29.000 m³ og í þeim verða seiði alin upp í að meðaltali 500 gramma þyngd. Markmiðið er að framleiða 7,5 milljónir seiða á ári.

Fyrstu seiðin verða tilbúin til áframeldis í ágúst 2019. Heildarkostnaður við fjárfestinguna er um 700-800 milljónir danskra króna, 13-15 milljarðar ÍSK. Samhliða þessum fjárfestingum hyggst Bakkafrost reisa verksmiðju til að framleiða lífgas úr seyru sem fellur til við fiskeldið.