Sala Bakkavarar jókst um um 4,6% frá fyrra ári að því er EveningStandard greinir frá. Meðalsöluvöxtur ársins var því hægari en söluvöxtur félagsins á fyrri hluta árs sem nam 5,7%. Stefnt er að birtingu ársuppgjörs 28. febrúar.

Bakkavör skráði sig í Kauphöllina í London í nóvember en svo virðist sem fjárfestar hafi búist við aðeins betri frammistöðu hjá félaginu því bréf þess lækkuðu um 1% í kjölfar þess að sölutölur voru tilkynntar.

Bakkavör er félag þeirra bræðra, Lýðs og Ágústar Guðmundssona en þeir áttu um 59% í fyrirtækinu áður en það var skráð á markað. Hjá því starfa 19.000 starfsmenn en félagið rekur 26 verksmiðjur í Bretlandi, þrjár í Bandaríkjunum og átta í Kína.