Baldur Ágústsson hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands á heimasíðu sinni landsmenn.is. Þar kemur m.a. fram að markmið hans sem forseta verði að endurvekja virðingu fyrir embættinu og vera sameiningartákn þjóðarinnar.

Þetta er í annað sinn sem Baldur bíður sig fram til forseta en hann bauð sig einnig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, árið 2004, og hlaut þá rúm 13 þúsund atkvæði, eða um tíu prósent greiddra atkvæða.

Guðrún Nordal hefur nú greint frá því að hún gefi ekki kost á sér. Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað til fundar á uppstigningadag, 5. maí, þar sem hann mun tilkynna um sína ákvörðun.