*

þriðjudagur, 18. desember 2018
Innlent 13. mars 2018 19:13

Baldur inn og Trausti út

Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eyju mun koma nýr inn í stjórn Skeljungs.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tilnefningarnefnd Skeljungs hefur gert tillögu að stjórnarmönnum félagsins fyrir rekstrarárið 2018. Verði tillagan samþykkt munu fjórir núverandi stjórnarmenn halda áfram stjórnarsetu og einn nýr koma inn.

Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eyju, mun koma nýr inn í stjórnina og taka sæti Trausta Jónssonar, sjóðsstjóra hjá Stefni. Auk hans munu þá sitja í stjórninni þau Jón Diðrik Jónsson, núverandi stjórnarformaður, Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Símanum, Gunn Ellefsen lögmaður og Jens Meinhard Rasmussen, framkvæmdastjóri Skanski Offshore.