WOW Air hefur verið nær linnulaust í fréttum að undanförnu en félagið er í meirihlutaeigu Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar í WOW Air eru þeir Matthías Imsland og Baldur Oddur Baldursson.

Matthías Imsland, Skúli Mogensen og Baldur Oddur Baldursson standa að nýju flugfélagi.
Matthías Imsland, Skúli Mogensen og Baldur Oddur Baldursson standa að nýju flugfélagi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Baldur, sem er fæddur árið 1967, er framkvæmdastjóri WOW Air og jafnframt framkvæmdastjóri Títan fjárfestingarfélags.

Þrátt fyrir að Baldur hafi víða komið við í íslensku við- skiptalífi á undanförnum árum og setið í stjórnum og gegnt stjórnarformennsku í fjölda íslenskra fyrirtækja, hefur hann a.m.k. fram til þessa að langmestu haldið sig fjarri kastljósi fjölmiðla.

Baldur hefur í gegnum tíðina setið í stjórnum og gegnt stjórnarformennsku í m.a. Húsasmiðjunni, Allianz, Skeljungi og Verði vátryggingafélagi. Baldur er nú stjórnarformaður Securitas, situr í stjórn Thor Datacenter og WOW Air og þá er hann einnig varamaður í stjórn MP Banka.

Nánar er fjallað um Baldur í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.