*

föstudagur, 20. október 2017
Fólk 3. desember 2011 18:10

Baldur og Skúli kynntust í MH

Baldur Oddur Baldurs­son hefur víða komið við í íslensku atvinnulífi og stýrir nú WOW Air.

Arnór Gísli Ólafsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

WOW Air hefur verið nær linnulaust í fréttum að undanförnu en félagið er í meirihlutaeigu Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar í WOW Air eru þeir Matthías Imsland og Baldur Oddur Baldursson.

Baldur, lengst til hægri á myndinni, ásamt öðrum hluthöfum WOW Air

Baldur, sem er fæddur árið 1967, er framkvæmdastjóri WOW Air og jafnframt framkvæmdastjóri Títan fjárfestingarfélags.

Þrátt fyrir að Baldur hafi víða komið við í íslensku við- skiptalífi á undanförnum árum og setið í stjórnum og gegnt stjórnarformennsku í fjölda íslenskra fyrirtækja, hefur hann a.m.k. fram til þessa að langmestu haldið sig fjarri kastljósi fjölmiðla.

Baldur hefur í gegnum tíðina setið í stjórnum og gegnt stjórnarformennsku í m.a. Húsasmiðjunni, Allianz, Skeljungi og Verði vátryggingafélagi. Baldur er nú stjórnarformaður Securitas, situr í stjórn Thor Datacenter og WOW Air og þá er hann einnig varamaður í stjórn MP Banka.

Nánar er fjallað um Baldur í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.