Hannes Hilmarsson mun láta af störfum sem forstjóri Air Atlanta um næstkomandi áramót. Hannes mun taka við sem stjórnarformaður Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing sem er systurfélag Atlanta og heldur utan um flugvélaflota félagsins. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðins .

Baldvin Már Hermannsson mun taka við sem forstjóri Atlanta en Baldvin hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í áratug.

Sigurður Magnús Sigurðsson mun svo verða framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær þá sagði hann nýlega upp störfum hjá WOW air.

Loks lætur Stefán Eyjólfsson að störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur í staðinn við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing.