Félagið RVK Studios ehf., sem annast framleiðsluumsjón og framleiðsluþjónustu á kvikmyndum, sjónvarpsefni, auglýsingum og viðburðum, tapaði tæplega 87 milljónum króna árið 2016. Árið áður hagnaðist félagið um 6,4 milljónir.

RVK Studios er í eigu Baltasars Kormáks, leikstjóra, í gegnum félagið Sögn ehf. Rekstrartekjur félagsins námu 527,7 milljónum og nam rekstrarhagnaður rúmlega 80 milljónum, borið saman við 7,9 milljónir í fyrra. Eignir félagsins námu 565,7 milljónum króna í árslok 2016 borið saman við 140,4 milljónir árið áður. Eigið fé félagsins var neikvætt um rúmlega 73 milljónir en var jákvætt um 13,9 milljónir árið áður.