*

föstudagur, 23. mars 2018
Erlent 12. október 2017 14:12

Bandaríkin draga sig út úr UNESCO

Eftir ítrekaðar ályktanir sem sagðar eru halla á Ísrael hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveðið að segja landið úr samtökunum.

Ritstjórn
Grátmúrinn og Al Aqsa moskan eru helgir staðir tveggja helstu trúarbragðanna í Ísrael og palestínsku heimastjórnarsvæðunum.

Bandaríkin hafa staðfest að Bandaríkin muni draga sig út úr starfsemi UNESCO, sem er mennta-, menningar- og vísindastofnun sameinuðu þjóðanna eftir síendurteknar ályktanir hennar gegn Ísrael.

Árið 2011 ákvaðu Bandaríkin að hætta fjármögnun stofnunarinnar í kjölfar þess að stofnunin samþykkti að hleypa palestínsku heimastjórninni inn í stofnunina þótt ekki sé um sjálfstætt ríki né heldur hafi það samið um landamæri við nágranna sína.

Ákvörðunin í dag er tekin í samhengi við að stofnunin kýs sér nýjan yfirmann, en ríkistjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur margsinnis bent á að það halli á Ísrael í starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt Los Angeles Times.