Öldungaþing Bandaríkjanna afgreiddi frumvarp um fjárlög til tveggja ára sem gerir Bandaríkjunum kleift að hækka skuldaþakið. Kosið var með frumvarpinu og voru 63 með því, 35 á móti.

Frumvarpið var afgreitt á lokametrum greiðslufrests síðustu lána ríkis Bandaríkjanna, og hefði frumvarpið ekki verið samþykkt væri hætta á að ríkið færi í greiðslufall. Lokafrestur til afgreiðslu frumvarpsins var 3. nóvember.

Búist er við að Barack Obama Bandaríkjaforseti kvitti undir frumvarpið og lögfesti innan næstu klukkustunda.

Hækkun lánaþaksins svokallaða gerir ráð fyrir 80 milljarða dala útgjöldum næstu tvö árin, eða til 2017. Núverandi sjóðir bandaríska ríkisins þrjóta 11. desember næstkomandi.