Japanska yenið og Bandaríkjadalur styrktust eilítið gegn helstu gjaldmiðlum á mörkuðum í nótt, en nýjar spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um minni hagvöxt heldur en áður var gert ráð fyrir hafa dempað væntingar fjárfesta.

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum hafa verið að ná nýjum hæðum undanfarið, en nú lækkuðu markaðir í Japan eilítið.

Bandaríski seðlabankinn haldið stöðugri stefnu

„Bandaríkjadalur er sigurvegarinn á tímum þegar seðlabankar út um allan heim eru að stefna að aukinni peningaprentun,“ skrifaði Kathy Lien framkvæmdastjóri gjaldeyrismála hjá BK Asset Management.

„Þá eru eftir bandaríski seðlabankinn og Kanadabanki sem þeir einu tveir sem hafa haldið stöðugri stefnu.“

Nú stendur Bandaríkjadalurinn í 106,36 yenum, og 0,91 evru. Evran stendur í 116,91 yeni.

Helstu hlutabréfavísitölur.

  • Nikkei vísitalan í Tokyo lækkaði um 0,25% á mörkuðum
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 0,07%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði hins vegar um 0,94%
  • Taiwan Weighted vísitalan lækkaði um 0,30%.
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína lækkaði einnig um 0,30%
  • IDX Composite vísitalan í Indonesíu hækkaði hins vegar um 1,04%.
  • Ástralska S&P/ASX 200 vísitalan hækkaði um 0,69%
  • Dow Jones Nýja Sjáland hækkaði einnig eða um 0,26%