*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Erlent 25. júní 2009 09:31

Bandarísk stjórnvöld og ESB kæra kínversk stjórnvöld fyrir WTO

Vísbending um vaxandi verndarhyggju

Ritstjórn

Bandarísk stjórnvöld hafa ásamt Evrópusambandinu (ESB) kært kínversk stjórnvöld til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Kæran snýst um útflutningskvóta á hrávörum en með þeim eru stjórnvöld sögð hygla innlendum framleiðendum með því að veita þeim ósanngjarnt aðgengi að ódýru hráefni.

Kæran snýst um takmarkanir kínverskra stjórnvalda á útflutningi á hrávörum á borð við sink og báxít en Kínverjar eru einna stærstu framleiðendur þessara efna í heimi.

Með þessum útflutningstakmörkunum eru kínversk stjórnvöld sökuð um markaðsmisnotkun, sem leiðir til hærra heimsmarkaðsverðs, og þar með að brjóta reglur WTO. Reynt hefur verið að leysa deiluna með samningaviðræðum í tvö ár en kæran var svo lögð fram á þriðjudaginn.

Í kjölfar hennar tekur við tveggja mánaða samráðsferli og ef engin niðurstaða fæst úr því tekur WTO málið formlega upp. Beri bandarísk stjórnvöld og ESB sigur úr býtum í málinu fá þau heimild frá stofnuninni til þess að grípa til refsiaðgerða gegn kínverskum stjórnvöldum.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim