Bandaríski dollarinn styrkist í samanburði við japanska jenið eftir ræðu bandaríska Seðlabankanstjórans Yanet Yellen, þar sem að ýjað var að hækkun stýrivaxta. Þetta kemur fram í yfirliti Bloomberg um málið. Dollarinn styrktist um 0,5%, þetta kemur í kjölfar 1,3% hækkunar síðasta föstudag.

Úr 21% í 33% líkum á hækkun stýrivaxta.

Dollarinn nær því sínum hæstu hæðum síðan í júní. Þrátt fyrir að Yellen hafi ekki gefið neina tímasetningu á hækkun, hafði ræðan þau áhrif að líkurnar á hækkun færðust úr 21% upp í 33% - samkvæmt FME FedWatch.

Í frétt Bloomberg um málið kemur einnig fram að það hafi verið hækkun á Nikken vísitölunni um 2,3%. Þetta er mesta hækkun vísitölunnar á einum degi í þrjár vikur.