Dow Jones vístalan hækkaði um 1,7% í kjölfar ummæla Mario Draghi bankastjóra Seðlabanka evrópu um að hugsanlega verði skuldabréfakaup bankans aukin og það jafnvel á þessu ári.

Ákvörðun um þetta verður tekin á fundi bankans í desember. S&P vísitalan hækkaði um 1,7% og Nasdaq um 1,6%.

Evran veiktist einnig gagnvart dalnum og kostar evran 1,11 dali.

Seðlabankinn hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum á fundi bankastjórnarinnar í dag.

Wall Street Journal segir í kvöld að auk aukinna skuldabréfakaupa sé hugsanlegt að Seðlabanki Evrópu lækki enn stýrivexti sína, sem eru neikvæðir um 20 punkta (-0,2%).