Bandarískir fjárfestar leita í auknum mæli eftir því að fjárfesta í innlendum hlutabréfum og jafnframt hefur aðsókn þeirra í erlend hlutabréf farið dvínandi, eftir því sem kemur fram á vef WSJ . Upp á síðkastið hefur ávöxtun erlendra hlutabréfa verið verri en ávöxtun innlendra hlutabréfa. Hægst hefur á vexti erlendra markaða og þá sérstaklega þeim evrópska. Á meðan hefur vaxandi gengi dollarans og auknar tekjur fyrirtækja innan Bandaríkjanna hjálpað til við vöxt markaðarins þar í landi. Lækkun skatta og minnkandi atvinnuleysi hafa einnig átt mikinn þátt í þessum vexti.

Á síðastliðnum áratug hafa Bandarískir fjárfestar að jafnaði keypt erlend hlutabréf að andvirði 2 dollara á móti hverjum dollara sem þeir leggja í innlendar fjárfestingar. Þessi þróun virðist þó vera að breytast og til marks um það fjárfestu fjárfestarnir fyrir 3,6 milljarða dollara í erlendum hlutabréfum og 4,4 milljarða í innlendum hlutabréfum, fyrstu 3 vikurnar í maí.

Þessi þróun hefur orðið til þess að sum bandarísk fyrirtæki hafa selt erlendu hlutabréfin sín og notað ágóðann til að fjárfesta í innlendum hlutabréfum í þeirra stað. Bandaríska fyrirtækið Richard Bernstein Advisors, sem sérhæfa sig í fjárfestingarráðgjöf, hafa til að mynda selt öll sín evrópsku hlutabréf og endurfjárfest mestu af ágóðanum í innlend hlutabréf.