Seðlabanki Evrópu hefur aukið heimildir grískra banka til að lántöku hjá bankanum vegna mikils útstreymis innlána. Wall Street Journal segir frá þessu.

Grikkir hafa tekið út næstum einn milljarð evra á einum sólarhring en það er jafn mikið og alla fjóra dagana á undan. Slíkt útflæði er skýrt merki um bankaáhlaup.

Fundur fjármálaráðherra evruríkjanna endaði í gærkvöldi án niðurstöðu um skuldamál Grikkja. í framhaldinu jókst útstreymið úr bönkunum verulega.

Gríska ríkið ábyrgist lánin til bankanna. Seðlabanki Evrópu hækkaði neyðarsjóð sinn ( e. E mergency liquidity assistance program , ELA) á miðvikudag úr 83 milljörðum evra í 84,1. Ekki er vitað hversu miklu hefur verið ráðstafað úr sjóðnum en hækkunin bendir til þess að lítið sé í sjóðnum.