Breski bankamaður­inn Tom Hayes var í dag dæmd­ur í fjór­tán ára fang­elsi fyr­ir að hafa hagrætt Li­bor milli­banka­vöxt­un­um (London Interbank Offered Rate) með saknæmum hætti. Þetta er fyrsti dóm­ur­inn sem fell­ur í málinu en rétt­ar­höld­in hafa staðið yfir í tvo mánuði.

Hayes neitaði sök og sagði stjórn­end­ur bank­anna hafa vitað af at­hæf­inu Hann sagðist hafa staðið í þeir­ri trú að hann væri ekki að gera neitt rangt og aðspurður sagði hann að eini hvat­inn hefði verið að græða eins mikla pen­inga og mögu­legt væri fyr­ir bankann.

Hayes var ákærður í átta ákæru­liðum og sak­felld­ur fyrir þá alla. Hann starfaði sem verðbréfamiðlari hjá UBS og Citigroup árunum 2006 til 2010. Breskir fjölmiðlar segja að Hayes þurfi að minnsta kosti að afplána sjö ár áður en hann gæti átt kost á reynslu­lausn.