*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 25. maí 2012 11:20

Bankastjórar eiga sjálfir að minnka bankana

Fyrrv. stjórnarformaður bandaríska innstæðutryggingasjóðsins segir bankana of stóra til að falla. Þeir verði að draga saman seglin.

Ritstjórn

Jamie Dimon, forstjóri bandaríska risabankans, JP Morgan Chase, á að finna þá hvöt hjá sjálfum sér að stokka reksturinn upp og selja rekstrareiningar bankans með það markmið í huga að minnka umfang hans og gera reksturinn viðráðanlegri. Þetta gætu bæði fjármálayfirvöld í Bandaríkjunum og hluthafar bankans sæst á enda bankinn bæði of stór til að falla á sama tíma og hann skilar hluthöfum litlu.

JP Morgan greindi nýverið frá því að hann hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum, tveimur milljörðum dala á evrópskum og bandarískum fyrirtækjaskuldabréfum. Ekki er útilokað að tapið verði meira en það getur veikt stöðu hans verulega. 

Á ofangreindum nótum skrifar Sheila Bair, fyrrverandi stjórnarformaður bandaríska innstæðutryggingasjóðsins (FDIC), í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Fortune. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bair mælir fyrir um uppstokkun á bankarekstri en í fyrravor mælti hún til þess að bandarískir bankar fetuðu í fótspor breskra og skilji að áhættusaman rekstur sinn frá annarri starfsemi. 

Skrif Bair eru jafnframt á svipuðum nótum og fram kom í skýrslu FDIC fyrir ári þar sem skrifað var um nýjar reglur um yfirtöku og slit á fjármálafyrirtækjunum. Hefðu reglurnar gilt í bankahruninu í september og október árið 2008 er talið að breski bankinn Barclays hefði getað tekið yfir fjárfestingabankann Lehman Brothers sem féll um þetta leyti. 

Sheila Bair segir í grein sinni í Fortune banka á borð við JP Morgan orðna svo stóra að ríkisstjórnin geti ekki staðið aðgerðalaus hjá og leyft þeim að fara í þrot. Hún segir engan í bandarísku stjórnsýslunni hins vegar ræða um það að grípa inn í rekstur bankanna og þvinga þá til að draga saman seglin eða brjóta þá upp. Á hinn bóginn taka senn ný lög gildi vestanhafs sem í einfölduðu máli gera einstakar deildir, svo sem eignastýringu og fjárfestingarstarfsemi, og dótturfélög risabanka að sjálfstæðum einingum sem má skilja frá heildinni steyti reksturinn á skeri. 

Stikkorð: FDIC JP Morgan Chase Sheila Bair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim