Tap Royal Bank of Scotland þrefaldaðist milli áranna 2015 og 2016 og nam tap bankans árið 2016 nam tæpum 7 milljörðum punda. Árið áður tapaði bankinn tæpum 2 milljörðum.

Haft er eftir bankastjóra RBS, Ross McEwan, í frétt AFP fréttaveitunnar , að bankinn þyfti að segja fólki upp á komandi misserum til þess að koma bankanum í gott form.

RBS var þjóðnýttur af breska ríkinu í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 og hefur skilað tapi síðastliðin níu ár. Í frétt CNN Money kemur fram að bankinn hafi tapað 58 milljörðum punda á þessum níu árum. Bankinn varð að greiða 5,9 milljarða punda í lögfræðikostnað á árinu vegna þátt sínum í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008.