*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 4. júní 2018 10:20

Banki sektaður vegna peningaþvættis

Stærsti banki Ástralíu greiðir hæstu sekt sem ástralskt fyrirtæki hefur þurft að greiða vegna peningaþvættis.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar CBA eru í Sydney, Ástralíu
epa

Commonwealth Bank of Australia, stærsti banki Ástralíu, þarf að greiða hæstu sekt sem ástralskt fyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða, vegna mistaka bankans. Þessi mistök fólu það í sér að bankinn kom ekki í veg fyrir það að fíkniefna gengi gætu þvegið peninga í gegnum kerfi bankans.

Á árunum 2012 til 2015 tilkynnti bankinn ekki um 53.000 grunsamlegar færslur til yfirvalda. Fíkniefna gengin nýttu sér galla í kerfum bankans sem gerði þeim kleift að leggja peninga nafnlaust inn á aðila sem áttu reikninga hjá bankanum.

Bankinn mun þurfa að greiða 534 milljónir dollara í sekt, eftir að hafa viðurkennt mistök sín. Frá þessu er greint á vef CNN.     

Stikkorð: peningaþvætti sekt CBA
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim