Þrotabú Amagerbanken þarf að greiða færeyska bankanum BankNordik 30 milljónir danskra króna, jafnvirði tæpra 660 milljóna íslenskra króna. Greiðslan er liður í kaupum Færeyinganna á hluta af bankarekstri Amagerbanken í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu frá BankNordik kemur fram að greiðslan hafi ekki áhrif á uppgjör BankNordik þar sem hún vegi upp á móti niðurfærslu viðskiptavildar BankNordik í tengslum við kaupin.

Gengi hlutabréfa í BankNordik hefur hækkað um 5,08% í Kauphöllinni, reyndar í afar litlum viðskiptum. Gengi hlutabréfa BankNordik stendur nú í 62 dönskum krónum á hlut. Til samanburðar stóð það í 240 krónum á fyrsta viðskiptadegi þegar þau voru skráð á markað hér um mitt ár 2007.