*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 13. nóvember 2012 16:33

BankNordik fær meðgjöf frá Amagerbanken

Amagerbanken þarf að greiða næstum 700 milljónir íslenskra króna með sölu á eignum.

Ritstjórn

Þrotabú Amagerbanken þarf að greiða færeyska bankanum BankNordik 30 milljónir danskra króna, jafnvirði tæpra 660 milljóna íslenskra króna. Greiðslan er liður í kaupum Færeyinganna á hluta af bankarekstri Amagerbanken í fyrra. 

Fram kemur í tilkynningu frá BankNordik kemur fram að greiðslan hafi ekki áhrif á uppgjör BankNordik þar sem hún vegi upp á móti niðurfærslu viðskiptavildar BankNordik í tengslum við kaupin. 

Gengi hlutabréfa í BankNordik hefur hækkað um 5,08% í Kauphöllinni, reyndar í afar litlum viðskiptum. Gengi hlutabréfa BankNordik stendur nú í 62 dönskum krónum á hlut. Til samanburðar stóð það í 240 krónum á fyrsta viðskiptadegi þegar þau voru skráð á markað hér um mitt ár 2007.

Stikkorð: BankNordik Amagerbanken
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim