Fjármálaeftirlitið og BankNordik hafa gert með sér sátt sem felur í sér að bankinn greiðir 500.000 krónur vegna brots á ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga um tilkynningar flöggunarskyldra aðila.

Í frétt á vefsíðu FME segir að BankNordik hafi gengist við því að hafa brotið gegn lögunum með því að hafa ekki birt opinberlega og á réttum tíma allar upplýsingar sem var að finna í tilkynningu flöggunarskylds aðila.

Eins og áður segir var málinu lokið með sátt að fjárhæð 500.000 krónur.