*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 1. ágúst 2018 16:15

Bannar notkun ákvæðis um vaxtaendurskoðun

Neytendastofa taldi að Arion banki hf. hafi brotið gegn þágildandi lögum um neytendalán með því að byggja vaxtaendurskoðun neytendaláns á samningsskilmálum sem tilgreindu ekki við hvaða aðstæður vextir breytist.

Ritstjórn
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.
Haraldur Guðjónsson

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Arion banka hf. og bannar bankanum að nota ákvæði varðandi vaxtaendurskoðun. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

Neytendastofa taldi að Arion banki hf. hafi brotið gegn þágildandi lögum um neytendalán með því að byggja vaxtaendurskoðun neytendaláns á samningsskilmálum sem tilgreindu ekki við hvaða aðstæður vextir breytist. Neytendastofa hefur nú bannað Arion banka notkun ákvæðisins um vaxtaendurskoðun.

Mikilvægi þess að tilgreint sé við hvaða aðstæður vextir breytast má berlega sjá í þessu máli þar sem kröfuhafaskipti verða á láninu. Má ætla að þau lán sem litið er til við vaxtaendurskoðun séu önnur eftir kröfuhafaskiptin og skiptir því verulegu máli fyrir neytanda að tilgreint sé í lánasamningi við hvaða aðstæður vextir breytast.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim