Meðal þeirra efnahagslegu refsiaðgerða sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti skrifaði undir í forsetatilskipun sinni í gærkvöldi felur í sér að tyrkjum verður bannað að starfa í Rússlandi frá og með áramótum.

Refsiaðgerðirnar eru vegna þess að tyrkir skutu niður rússneska herþotu við landamæri Tyrklands og Sýrlands síðastliðinn þriðjudag. Þær fela einnig í sér takmarkanir á ferðalögum á milli landanna tveggja. Tyrkland hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir rússneska ferðamenn í gegnum tíðina en um 3,3 milljónir Rússa ferðuðust til Tyrklands á fyrstu níu mánuðum þessa árs.

Einnig eru ákvæði um einhvers konar innflutningsbann á vörum frá Tyrklandi en enn á eftir að greina frá því í hverju það felst.

Hér er hægt að lesa forsetatilskipunina í heild sinni.