Líkt og áður hefur verið fjallað um í Viðskiptablaðinu hefur gagnaverauppbyggingu verið lýst sem næsta stóra sóknartækifæri íslensks viðskiptalífs og að sögn sérfræðinga eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að efla uppbyggingu gagnavera hér á landi. Þrátt fyrir náttúrlega samkeppnisstöðu Íslands er það þó skoðun Samtaka iðnaðarins (SI) að við höfum dregist aftur úr í samkeppni við nágrannaþjóðir okkar sem hafa unnið ötullega að því að fá fyrirtæki til að opna gagnaver í löndunum.

Er það mat sérfræðinga að ef íslenskt samfélag vill laða að sér slíkar fjárfestingar er mikilvægt fyrir stjórnvöld að hlúa að innviðum sem lúta að greininni, svo sem með því að bæta samskiptatengingar Íslands við umheiminn auk þess að tryggja orkuöryggi til framtíðar

Lítill vöxtur á Íslandi

Í skýrslu sem tekin var saman af Samtökum iðnaðarins og ber nafnið: Nauðsyn bættra fjarskiptatenginga og hagræn áhrif gagnavera kemur fram að ráðgjafafyrirtækið BroadGroup spái miklum vexti í norræna gagnaveraiðnaðinum á næstu árum. Þannig er því t.d. spáð að gagnaveraiðnaður Danmerkur muni á tveimur árum ríflega fjórfaldast í umfangi. Hins vegar er gert er ráð fyrir litlum sem engum vexti í íslenskum gagnaveraiðnaði fram til loka ársins 2017.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.