*

laugardagur, 19. janúar 2019
Erlent 17. nóvember 2016 12:15

Barcelona gerir risasamning við Rakuten

Japanska vefverslunin Rakuten kemur til með að styrkja Barcelona um 220 milljónir evra á næstu 4 árum.

Ritstjórn
epa

Barcelona undirritaði samning við japönsku vefferslunina Rakuten. Fyrirtækið kemur til með að styrkja Barcelona um 220 milljónir evra, eða því sem samsvarar 26,7 milljörðum íslenskum króna, fyrir það að setja merki Rakuten framan á treyjur sínar. Frá þessu er greint í frétt Bloomberg.

Áður voru Barcelona með samning við Qatar Airways - en merki Rakuten verður framan á búningi Barcelonamanna á næsta ári. Talið er líklegt að með samningnum þá verði Barcelona ríkasta knattspyrnulið í heimi, en eins og sakir standa toppa erkifjendur þeirra í Real Madrid listann.