Fjármálaeftirlit Bretlands hefur sektað breska bankann Barclays um 72 milljón pund, eða um 14,4 milljarða króna fyrir að hafa ekki takmarkað áhættu við að þeir væru að taka þátt í efnahagsbroti.

Á árunum 2011 og 2012 var bankinn milliliður í fjölda viðskipta sem alls námu 1,88 milljarða punda, eða um 376 milljörðum króna. Fjármálaeftirlitið sagði að þeir sem áttu í viðskiptunum voru aðilar sem voru pólitískt berskjaldaðir og áttu eignir sem námu meira en 30 milljónir dala, tæpa 4 milljarða króna. Samkvæmt eftirlitinu eru þessir aðilar í sérstökum áhættuhópi gagnvart fjárkúgunum,mútum og spillingu.

Fjármálaeftirlitið tekur sérstaklega fram að ekket bendi til þess að viðskiptin hafi verið óeðlileg og að ekkert bendi til þess að efnahagsbrot hafi verið framið. Bankinn átti samt sem áður að framkvæmda áræðanleikakannanir til að gæta þess sérstaklega að viðskiptin hafi verið eðlileg. Ekki aðeins gætti bankinn ekki að aukinni rannsóknarskyldu, heldur var rannsókn hans minni heldur en venjulega til að hægt væri að flýta viðskiptunum.

Bankinn græddi um það bil 52,3 milljónir punda af viðskiptunum, 10,5 milljarða króna. Þrátt fyrir tilkynningu um málið og sekt fjármálaeftirlitsins hafa hlutabréf í bankanum hækkað um 1,29% í viðskiptum dagsins.