Þriðjudagur, 1. desember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Baunateljari af hugsjón

18. ágúst 2012 kl. 14:21

Paul Ryan.

Utan Bandaríkjanna er Paul Ryan lítið þekktur en heima nýtur hann vinsælda og virðingar fyrir hugmyndir um hallalausan ríkisrekstur.

Eins og greint var frá í fjölmiðlum í síðustu viku valdi Mitt Romney Paul Ryan sem varaforsetaefni sitt.

Eftir á að hyggja kemur valið á Paul Ryan sem varaforsetaefni repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum ekki á óvart, þó ekki hafi nú margir séð það fyrir. Mitt Romney öðlaðist útnefningu flokks síns aðallega vegna þess að hinir frambjóðendurnir þóttu lélegri, en stuðningurinn við hann var lengst af hálfvolgur.

Sérstaklega hafa íhaldsmennirnir í flokknum, sem þar hafa tögl og hagldir, haft efasemdir um Romney og þótt hann standa of nærri miðju hins pólitíska litrófs vestanhafs, sem er ekki úr lausu lofti gripið. Að því leyti var klókt hjá Romney að velja Paul Ryan til þess að standa sér við hlið, haukarnir í flokknum geta ekki með nokkru móti efast um hvar hann standi.

Það kom einnig skjótt á daginn að þetta var snjallt val að öðru leyti. Til þessa hefur kosningabaráttan aðallega snúist um persónulegan samanburð á þeim Mitt Romney og Barack Obama, en þó Romney sé viðkunnanlegur maður á hann ekki roð í Obama þegar forsetinn skrúfar frá persónutöfrunum. Valið á Ryan hefur hins vegar nánast tryggt að hugmyndafræðilegur munur flokkanna og frambjóðenda þeirra verði í brennidepli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan. 



Allt
Innlent
Erlent
Fólk