Þýska fyrirtækið Bayer vill kaupa hið bandaríska Montasanto á 65 milljarða bandaríkjadollara.

Þeir vilja með kaupunum stofna gífurlega stórt fyrirtæki á sviði fræjaræktunar og varnarefna. Nýjasta boð Bayer hljóðaði upp á 127,5 dollara á hlut, en fyrra tilboði upp á 122 dollara á hlut, vegna þess að það var talið of lágt.

Kaupin eru langt gengin - en ekki frágengin - og telja forsvarsmenn Monsanto að enn væri eitthvað í land.

Sameiningin myndi skapa heimsins stærsta fyrirtæki á sviði landbúnaðarvara og væri því leiðandi fyrirtæki á mörkuðum í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu.

Önnur stór fyrirtæki í landbúnaðarvörugeiranum hafa sameinast og er það talið hafa ýtt undir þessi kaup.