Breska ríkisútvarpið hyggst ganga í gegnum talsverðan niðurskurð , eða sem um nemur 150 milljónir punda fyrir lok árs. Guardian greinir frá þessu.

Sérlega verður skorið niður á vefmiðlum BBC sem og í íþróttadeild miðilsins, en einnig verður um 1.000 manns sagt upp innan fjölmiðlasamsteypunnar.

Þegar hefur stöðin tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á mikilvægum íþróttaviðburðum á borð við Wimbledon.

Þó skeði það mikla áfall í júní að BBC missti réttindi sín til að sýna úr Ólympíuleikunum frá og með 2022.

Útsendingarstöðin bandaríska Discovery, eigandi Eurosport, bauð þá hærra í sýningarréttindin - heilar 920 milljónir punda, sem nemur einhverjum 185 milljörðum íslenskra króna.