Viðskiptaþing 2018 hefst nú klukkan 13:00, en í ár ber það yfirskriftina Straumhvörf - Samkeppnishæfni í stafrænum heimi.

Hægt er að horfa á streymi af ræðum Katrínar Olgu Jóhannesdóttar, formanns Viðskiptaráðs, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra hér , en Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs er fundarstjóri. Áætlað er að ræða Katrínar Olgu hefjist rúmlega 13:00. Stefnt er að því að Katrín Jakobsdóttir stígi í pontu rétt rúmlega 14:30.

Í millitíðinni mun Andrew McAfee halda tölu um viðskiptaráðgjöf sem ekki ætti að hafa lengur trú á og síðan verður kaffihlé. Eftir ræðu forsætisráðherra heldur Tommy Ahlers fyrirlestur undir yfirskriftinni Danish Dynamite. Jafnframt stýrir Bergur Ebbi Benediktsson, sem titlaður er framtíðarsérfræðingur, pallborðsumræðum undir dagskrárliðnum Straumhvarfaspjall Bergs Ebba.

Í spjallinu sitja fyrir svörum þau:

  • Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  • Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
  • Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Hér má sjá beina útsendingu af þinginu og ræðum þeirrar Katrínar Olgu og Katrínar Jakobsdóttur.