Ísframleiðandinn Ben & Jerry´s hefur sent frá sér viðvörun um að hluti af vinsælustu vörulínu sinni, ís með kökudeigi, gæti innihaldið litlar málmagnir og innkallar því fjóra framleiðsluskammta þessa vinsæla íss. Kemur þetta fram í frétt BBC.

Fá nýjan ís í staðinn

Eru viðskiptavinir beðnir um að athuga hvort þeir hafi keypt 500 ml ís með vörunúmerin L62110L011, L62111L011, L62112L011 og L62113L011 prentuð á botninn og henda þeim frekar en borða hann.

Geta þeir viðskiptavinir sem fengið hafa ís með eftirtalin vörunúmer haft samband við fyrirtækið og fengið ávísun á nýjan ís.