Benedikt Sigurðsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar. Áður hafði Benedikt verið aðstoðarmaður Sigurðar í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Benedikt hefur bakkalárgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hann sem sviðsstjóri ytri- og innri samskipta Actavis á Íslandi og sat einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Benedikt hefur einnig gegn starfi aðstoðarmanns formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og starfi fjölmiðlafulltrúi Kaupþings banka, en lengst af starfaði hann sem fréttmaður á fréttastofu Sjónvarpsins.