Benedikt Jóhannesson, er ekki spenntur fyrir hugmyndinni um ríkisstjórnar samstarf Viðreisnar, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Þetta kemur fram í frétt á Vísi.is.

Benedikt ræddi við Harmageddon á X-inu í morgunsárið og þar tók Benedikt fram að áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum væru frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á.

Í nýjustu skoðanakönnun MMR um fylgi flokka mælist Viðreisn með 10,2% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 9,2% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 21,4% fylgi.