„Ríkisstofnanir eiga ekki að eyða mörgum milljónum í að fara í kringum auglýsingabann. Ég er viss um að allir starfsmenn ÁTVR vita við hvaða aldur fólk má kaupa áfengi,“ skrifar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar í athugasemd við gagnrýni Ungliðahreyfingar flokksins á nýja auglýsingaherferð ÁTVR. Benedikt var inntur eftir svörum af Ungliðahreyfingu Viðreisnar, sem vildi kanna hvort að vilji væri innan ráðuneytisins til að setja „gífurlegri og viðvarandi sóun á almannafé í skorður.“

Í auglýsingum áfengisverslunar ríkisins er sett upp á þann hátt að auglýsingin lítur út fyrir að vera í raunveruleikaþætti, þar sem dómarar eiga að giska á aldur keppenda. Ber herferð áfengisverslunarinnar, Röðin. Auglýsingin kostaði 13 milljónir króna og var gerð til þess að minna á nauðsyn þess að spyrja einstaklinga um skilríki.

Ungliðahreyfing Viðreisnar bendir á að aðstoðarforstjóri ÁTVR sé gerð til þess að hvetja og minna starfsfólk ÁTVR um mikilvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Ungliðahreyfingin bendir á að pakki með 250 A4, sem hægt er að prenta á skilaboð til starfsmanna ÁTVR kosti þúsund krónur.