Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra gerir á facebook síðu sinni góðlátlegt grín að hugmyndum starfshóps sem hann skipaði um að taka 10 þúsund krónu seðilinn úr gildi. Segir hann fólk vera farið að vilja fá mynd af sér með honum og seðlinum, en fyrir vikið geri hann seðilinn upptækann.

,,Undanfarna viku hafa margir sagt mér góða tíuþúsundkrónu brandara sem ég hlæ dátt að í hvert skipti.
Nú er aftur á móti hafin ný bylgja þar sem ókunnugt fólk kemur til mín og vill fá mynd af sér með mér og seðlinum góða.
Ég tek því alltaf vel eins og sést á meðfylgjandi mynd. Svo geri ég seðilinn auðvitað upptækan, en fólkið á myndirnar og minningarnar svo allir eru glaðir."