Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þykir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að hafna samruna Haga og Lyfju í sumar ekki hafa tekið nægjanlegt tillit til breyttra markaðsaðstæðna.

„En Hagar ákváðu að áfrýja honum ekki þannig að þá er þetta bara komið aftur á byrjunarreit,“ segir Benedikt. Samkeppniseftirlitið taldi að samruni félaganna myndi skaða samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hagar töldu hins vegar að innkoma Costco á smá­ sölumarkað hefði umtalsverð áhrif á samkeppnismarkaði félaganna og til þess hefði ekki verið tekið nægt tillit í ákvörð­un Samkeppniseftirlitsins.

Tilboð Haga var hæst þegar Lyfja var seld í opnu útboði seint á síðasta ári. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um næstu skref við sölu á Lyfju. Verði Lyfja boð­in út á ný og önnur tilboð óbreytt má áætla að ríkissjóður verði af umtalsverðum fjárhæðum vegna lægra söluverðs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .