*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 6. september 2016 10:57

Benedikt ráðgjafi við sölu Arion

Benedikt Gíslason mun verða eignarhaldsfélagi Kaupþings til aðstoðar við sölu á Arion banka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Benedikt Gíslason, sem verið hefur ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við vinnu að áætlun um losun fjármagnshafta síðustu, ár verður eignarhaldsfélagi Kaupþings til aðstoðar í tengslum við sölu á allt að 87% hlut félagsins í Arion banka. Greint er frá þessu í DV.

Samkvæmt heimildum blaðsins mun Benedikt Gíslason, fyrrverandi aðstoðarmaður og ráðgjafi fjármála- og efnahagsráðherra, starfa sem ráðgjafi Kaupþings við söluferlið og bætist hann þar með í hóp Morgans Stanley sem hefur um talsvert skeið unnið að undirbúningi að sölu á eignarhlut Kaupþings í bankanum.

Miðað við núverandi bókfært eigið fé Arion banka er 87% hlutur Kaupþings metinn á um 173 milljarða króna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim