Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það ekki rétt að rætt hafi verið um að hann yrði forsætisráðherra, á fundi hans og Óttarrs Proppé við Katrínu Jakobsdóttur á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í Kjarnanum .

Eins og áður hefur komið fram þá sló Fréttablaðið upp forsíðufyrirsögninni; „ Benedikt verði forsætisráðherra .“ Benedikt segir í viðtali við Kjarnann, að fundurinn hafi staðið yfir í klukkustund og þar hafi verið farið yfir stöðuna hvað stjórnarmyndun varðar. Þar hafi einnig Katrín lýst afstöðu sinni gagnvart Sjálfstæðisflokknum, þ.e. að mestur munur væri á stefnumálum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.

Benedikt tekur einnig fram að það hafi einnig verið rangt, sem kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins, að hann hafi viljað stuðning Pírata til að fá stjórnarmyndundarumræður áður en að stjórnarmyndunarumboðið var afhent til Bjarna Benediktssonar.

Í samtali við Vísi segir Benedikt að menn hafa ekkert verið að „spila póker,“ allaveganna ekki hingað til. Hann er jafnframt óviss um framhaldið.