Bílabúð Benna hefur í samstarfi við General Motors (GM), framleiðanda Opel og Chevrolet, komist að samkomulagi um að Bílabúð Benna taki við umboði fyrir Opel á Íslandi.

Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að líkur væru á því að umboðið færi frá BL til Bílabúðar Benna.

„Það eru spennandi tímar framundan fyrir Bílabúð Benna. Við höfum náð flottum árangri með Chevrolet á undanförnum árum og nú bætum við Opel í okkar vöruframboð.  Við munum leggja áherslu á að veita Opel eigendum fyrsta flokks þjónustu hér eftir sem hingað til ásamt því að bjóða gott úrval bíla á samkeppnishæfum verðum. “ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna ehf í tilkynningu.

Rætur Opel ná meira en öld aftur í tímann þegar Adam Opel lagði grunninn að fyrirtækinu.