*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 12. september 2017 11:18

Bensín og dísil munu hækka

Verð á dísilolíu kemur til með að hækka umfram bensíngjald samkvæmt fjárlögum ársins 2017.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Olíu- og bensíngjald verður jafnað á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018, sem kynnt var fyrr í morgun. Það verður til þess að bensínlítrinn kemur til með að hækka um 8 krónur og dísillítrinn mun hækka um 18 krónur. Breytingarnar taka gildi þann 1. janúar 2018.

Í fyrirlestri sem að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt í morgun kom fram að hluti af stefnu stjórnvalda um umhverfisvernd og loftslagsmál fælu í sér svokallaða græna skatta. Það þýðir meðal annars að virðisaukaskattur verði felldur niður við innflutning eða kaup á vistvænni bifreið. Einnig verða frekari skref undirbúin; Uppbygging innviða, sem og nýir hvatar fyrir einstaklinga og fyrirtæki og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Þar kemur fram að olíugjald verður hækkað umfram bensíngjald. Talið var að betra væri fyrir umhverfið að nota dísil og því voru lægri gjöld á það eldsneyti. Nú hafa rannsóknir bent til þess að dísilolía væri slæm fyrir umhverfið. Að sögn fjármálaráðherra mun breytingin skila ríkissjóði 1,7 milljörðum króna í ríkiskassann. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim