*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Fólk 27. mars 2018 10:35

Bergþóra hættir sem forstjóri ÍSAM

Íslensk-Ameríska leitar nú að nýjum forstjóra eftir að ákveðið hefur verið að Bergþóra Þorkelsdóttir hætti störfum.

Ritstjórn
Bergþóra Þorkelsdóttir hefur verið forstjóri Íslensk-Ameríska frá árinu 2015, en áður var hún forstjóri dótturfélags heildverslunarinnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Í lok mánaðarins mun Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Íslensk-Ameríska hætta störfum að því er Morgunblaðið greinir frá. Tók Bergþóra við sem forstjóri heildverslunarinnar í árslok 2015, en áður hafði hún gengt framkvæmdastjórastöðu hjá dótturfélagi ÍSAM, Fastus.

Ekki er búið að finna eftirmann fyrir Bergþóru segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður fyrirtækisins en hann segir ákvörðunina tekna í góðri sátt milli aðila.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá hefur félagið keypt Korputorg og hyggst félagið flytja alla sína starfsemi þangað. Þar á meðal verða dótturfélögin Myllan, Ora, Frón og Kexverksmiðjan á Ákureyri.