Á aðalfundi Almenna Leigufélagsins um miðjan júní voru þær Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Anna Sigríður Arnardóttir kjörnar í stjórn þess, auk þess sem Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður, Sölvi Blöndal, og Kjartan Georg Gunnarsson, sitja áfram.

Berglind Ósk er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, og starfaði lengi á ráðgjafasviði KPMG. Frá 2016 til 2017 var hún verkefnastjóri AZAZO BoardMeetings stjórnarvefgáttarinnar, og frá 2017 hefur hún verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún er einnig ritstjóri Handbókar Stjórnarmanna.

Anna Sigríður er einnig með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og er IPMA alþjóðlega vottaður verkefnastjóri. Hún er framkvæmdastjóri Fasteignaþróunarfélagsins Spildu, en starfaði áður sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf VBS fjárfestingabanka, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og sem forstöðumaður í eignastýringu og lögfræðiráðgjöf hjá Kaupþingi. Auk þess hefur hún setið í stjórn 2-10 Mortimer Street og LÍN.