Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, hefur nú gengið frá sölunni á ítalska stórliðinu AC Milan sem var í hans eigu.

Fjárfestinafélag Berlusconi, Fininvest SpA náði samkomulagi við kínverska fjárfesta, sem greiddu ríflega 740 milljónir evra fyrir liðið.

Milljarðamæringurinn Paul Singer og vogunarsjóðurinn hans, lánuðu kínversku fjárfestunum 303 milljónir evra samkvæmt Bloomberg.

Berlusconi eignaðist AC Milan árið 1986 og hefur séð liðið sigra ófáa tiltla í gegnum tíðina.

Félagið sem eignast hefur liðið heitir Rossoneri Sport Investment Lux og er leitt áfram af Li Yonghong.

Li stefnir á að að skrá félagið á markað í Hong Kong.